Forsíða Um okkur
Ólína Kr. Margeirsdóttir - ljósmyndari Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Ég heiti Ólína Kristín Margeirsdóttir, ég hef búið  í Mosfellsbæ í rúm 19 ár,  en er fædd og uppalin í Grindavík.

Eftir grunnskóla lauk ég verslunarprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi og lá þá leiðin í Iðnskólann þar sem ég nam nám í Tækniteiknun og lauk ég prófi þaðan 1989.

Ég lauk námi í grafískri miðlun haustið 2006 og vorið 2007 lauk ég svo ljósmyndanámi frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Ég byrjaði námssamning á ljósmyndastofunni Ásmynd en flutti mig svo yfir á Barna og fjölskylduljósmyndir í endaðan júní 2008.  Ég lauk svo sveinsprófi í okt 2008.

Ég er gift Haraldi Val Haraldssyni Vélfræðingi og eigum við þrjú börn, Margeir Alex, Jón Árna  og Elísabetu Tinnu.