Allskonar myndatökur

Fjölskyldu, ferminga, bumbu, útskriftar og skólamyndir.

Ég og mitt samstarfsfólk tryggjum myndatöku sem gefur þér hágæða listræna útkomu!

Búðu til minningar með fjölskyldunni eða vinunum. Við bjóðum upp á fjölbreyttar myndatökur og fögnum hverju tilefni til þess að búa til minningar með ykkur. Hvort sem það eru ungbarnamyndir, barnamyndir, fermingarmyndir, bumbumyndir, útskriftarmyndir, skólamyndir, fjölskyldumyndir eða annað skemmtilegt tilefni erum við ávalt til í slaginn. Við bjóðum einnig upp á myndatökur á viðburðum, veislum og í heimahúsum.

Fljót og góð þjónusta.

Við myndum nóg af myndum og þú velur svo myndir sem þú vilt eiga.

Við geymum allar myndir sem kúnnarnir okkar velja í myndabankanum okkar og geta þeir því fengið nýja útprent hvenær sem er.